Nördarnir
Enginn hreinn sveinn.... og einn giftur...
Nördarnir í action
Vinir Nördanna
Óvinur Nördanna
Nördabörn
Nördamyndir
Gestabok
Eldra rugl


mánudagur, september 15, 2008  

Skalli.is

Vil benda á nýja vefsíðu sem ég hef nú sett upp (þetta er líka "hlið" fyrir leitarköngulær leitarvélanna):

Skalli og hárlos

posted by Doddi | 12:12


mánudagur, nóvember 26, 2007  

Grímuafmæli....

Svanhvítar var alveg frábært. Myndir koma e.t.v. síðar. Hér er hins vegar smá djókur:

Ég er viðkvæmur, sköllóttur maður og með staurfót. Ég fékk boð fyrir nokkrum vikum um að mæta í partýið í kvöld hjá drottningunni. Þar sem öll partý hljóta að vera grímuböll ákvað ég að mæta þannig tilhafður en...mér datt enginn grímubúningur í hug, svo ég ákvað að skrifa bréf til búningaleigu einnar og fá hjá þeim tillögur að búningi sem gæti falið á mér skallann og staurfótinn.
Nokkrum dögum seinna fékk ég tölvupóst:

Kæri herra,
Við leggjum til að þú farir sem sjóræningi. Sjóræningjahatturinn kemur til með að fela á þér skallann og með staurfótinn lítur þú alveg út eins og sjóræningi.

Mér fannst þetta satt að segja hræðileg móðgun, þar sem þeir höfðu talað um að nýta fötlun mína í búninginn. Þess vegna settist ég niðurog skrifaði frekar harðort kvörtunarbréf til búningaleigunnar. Viku seinna fékk ég svar, annan tölvupóst:

Kæri herra,
Afsakaðu þetta með staurfótinn. Ef við hefðum vitað að þetta væri svona viðkvæmt, þá hefðum við strax lagt til að þú færir sem munkur. Munka kufl er svo síður að hann felur staurfótinn og með skallann, þá lítur þú alveg úteins og alvöru munkur.

Núna varð ég alveg brjálaður. Skítt með staurfótinn, en að ætlast til að ég myndi nota skallann á mér sem hluta af búningi tók alveg steininn úr. Því skrifaði ég núna virkilega harðort kvörtunarbréf til bölvaðrar búningaleigunnar.

Daginn eftir kom enn einn tölvupósturinn frá þeim:

Herra,
Finndu stóra fötu af karamellu. Helltu karamellunni yfir sköllóttan hausinn á þér, stingdu staurfótnum upp í rassgatið á þér og farðu sem sleikipinni!

posted by Doddi | 09:38


þriðjudagur, nóvember 20, 2007  

Skemmtileg Vefþula

það er hægt að láta þessa segja hvað sem er.....mjög hressandi afþreying.

Keli out

posted by Hrafnkell | 14:02


mánudagur, nóvember 19, 2007  

Illræmt lögregluveldi?

Ég hef áhyggjur af því að lögreglan sé að spá í að fara að nota rafbyssur hér á landi. Fyrir stuttu var útlendingur drepinn með rafbyssu á flugvelli í Kanada og ég frétti það núna áðan að ungur maður í USA hefði verið drepinn með samskonar tæki í nótt. Frá 2001 hafa 150 manns látið lífið af völdum rafbyssna í USA. Ég hef séð óhugguleg video á Youtube þar sem lögreglan notar þessi vopn af mikilli grimmd, t.d. á konu sem liggur á jörðinni með 3-4 lögreglumenn stumrandi yfir sér. Þeir hefðu alveg getað handtekið hana á venjulegan hátt.

Ég er ekki að segja að okkar lögreglumenn muni sýna slíka hörku, en hvar eru mörkin á því hvort það eigi að nota svona vopn eða ekki og hverjir eru færir um að dæma um það?

Ég er viss um að þessi hefur líka sömu skoðun og ég.

posted by Doddi | 12:57


fimmtudagur, nóvember 15, 2007  

Það er ekkert annað.

ég fór út í 10-11 Austurstræti til þess að fá mér eitthvað að borða í kaffihléinu mínu í gær. Svo sem ekkert merkilegt við það nema það að róni stoppar mig inn í búð og segir "voðalega ertu fínt klæddur, þú hlýtur að vinna í banka", og ég jánkaði því. "Það er svo voðalega erfitt að vera róni í Reykjavík í dag, það er enginn með pening á sér, allir bara með kort". Ok ég sem svo skildi það alveg en svo datt andlitið næst um af mér. "Gætirðu kannski reddað mér 100 þús kalli?" Ég stóð þarna stjarfur, átti ég að gefa honum 100 ÞÚS KALL? Auðvitað neitaði ég því en þá spurði hann hvort ég gæti keypt fyrir hann kók í plasti í staðinn til þess að geta átt bland. Er enginn millivegur á kóki og einum 100 þúsund kalli? Fólk lendir nú í þessum ógæfumönnum á hverjum einasta degi og hef ég verið beðinn um 500-1000 kr oft á mörgum sinnum en þegar þeir biðja um 100.000 kr er þá ekki nú gengið of langt.

Spurning hvort að Dagur borgarstjóri fari að dæmi Villa og taki kæliskápinn út úr 10-11 Austurstræti þar sem ógæfumenn geta keypt blandið sitt í stykkjatali?

posted by Hrafnkell | 11:43


fimmtudagur, nóvember 08, 2007  

Auka kaffitími?

Reykingarfólk fer oft í pásu til þess að fá sér kaffi og sígó, ætli þau fari ekki svona að meðaltali fimm sinnum út að reykja á dag sem gæti kannski verið hálftími samanlagt. Eiga þau rétt á kaffitímum þess á milli eða ætti að taka það af þeim? Ætti kannski að umbuna þeim sem reykja ekki með öðrum hætti? Veit að þetta fer í taugarnar á einum sem vinnur með mér því annar starfsmaður sem reykir var að tuða yfir því að viðkomandi hafi verið of lengi í mat/kaffi.

Ætti viðkomandi kannski bara að byrja að reykja :-) ?

Keli out

posted by Hrafnkell | 10:06


miðvikudagur, nóvember 07, 2007  

Já sammála því, þessi Fonejacker er snillingur. Hérna er uppáhalds atriðið mitt:

Film film from back of cinema

posted by Doddi | 14:44